Óskað er eftir upplýsingum um hljómsveit sem bar nafnið Hljómsveit Jóns Jónssonar en þessi sveit lék ásamt fleiri sveitum á dansleik í Sjálfstæðishúsinu við Austurvöll vorið 1947. Svo virðist sem um skammlífa sveit hafi verið að ræða.
Hér er óskað eftir upplýsingum um meðlimi og hljóðfæraskipan, starfstíma og annað sem ætti heima í umfjölluninni.














































