Hljómsveit Jóns Páls og Árna Scheving (1992)

Djasssveit sem gekk undir nafninu Hljómsveit Jóns Páls og Árna Scheving starfaði um skamma hríð vorið 1992 en um það leyti lék hún á uppákomu á Hressó í tilefni af Listahátíð í Reykjavík.

Eins og glöggir lesendur hafa væntanlega áttað sig á er hér um að ræða gítarleikarann Jón Pál Bjarnason (sem þá bjó reyndar í Bandaríkjunum) og Árna Scheving bassa- og víbrafónleikara o.fl. sem báðir voru kunnir djasstónlistarmenn. Engar upplýsingar er hins vegar að finna um aðra meðlimi sveitar þeirra og er því hér með óskað eftir þeim.