Hljómsveit Jóns Tynes lék á skátadansleik sem haldinn var í félagsheimili Ungtemplara að Jaðri ofan við Elliðavatn sumarið 1962. Sveitin var að öllum líkindum skipuð ungum tónlistarmönnum úr röðum skáta en Jón Tynes hljómsveitarstjóri var 17 ára gamall. Ekki liggur fyrir á hvaða hljóðfæri Jón lék en hann gæti jafnframt hafa sungið í hljómsveitinni, upplýsingar um aðra meðlimi sveitarinnar sem og hljóðfæraskipan hennar, óskast sendar Glatkistunni.














































