Upplýsingar óskast um hljómsveit sem í heimildum er kölluð Hljómsveit Karls Örvarssonar en hún var starfrækt haustið 1989 og lék þá á dansleik í Keflavík og jafnvel víðar. Ekki liggur neitt meira fyrir um þessa sveit, um meðlimi hennar eða hljóðfæraskipan.
Hugsanlegt er að þetta sé hljómsveitin Sprakk sem Karl starfaði með um sama leyti.














































