Hljómsveit Kristjáns Þorkelssonar starfaði árið 2002 og lék þá fyrir eldri borgara í Sandgerðisbæ. Sveitin lék á slíkri skemmtun um haustið en einnig er heimild fyrir að Kristján Þorkelsson hafi leikið á sams konar skemmtun í byrjun sama árs en þá voru með honum Torfi Ólafsson gítarleikari, Ingvar Hólmgeirsson harmonikkuleikari og Einar Örn Einarsson söngvari, sjálfur lék Kristján á trommur í þeirri sveit en ekki kemur fram hvað sú hún hét. Hér er giskað á að um sömu hljómsveit sé að ræða.














































