Harmonikkuleikarinn Ólafur Pétursson starfrækti um og upp úr 1950 hljómsveit í eigin nafni sem lék á nokkrum dansleikjum.
Fyrstu heimildir um hljómsveit í nafni Ólafs eru frá 1949 en þá lék sveit hans í fáein skipti ásamt fleiri sveitum í Breiðfirðingabúð og Mjólkurstöðinni. Tveimur árum síðar lék sveit undir hans stjórn á djassuppákomu og 1953 var Ólafur enn með sveit (tríó) sem lék í Þórscafe í hans nafni.
Ljóst er að sveit hans starfaði ekki samfleytt en ekkert liggur fyrir um hverjir skipuðu sveit/ir hans með honum og er óskað eftir frekari upplýsingum um hana.














































