Hljómsveit Sigurðar Guðmundssonar [2] (1973)

Hljómsveit Sigurðar Guðmundssonar lék um tíma á Veitingahúsinu við Lækjarteig á fyrsta þriðjungi ársins 1973 en sveitin mun hafa sérhæft sig í gömlu dönsunum.

Ekki er að finna neinar frekari heimildir um þessa sveit, hverjir skipuðu hana eða um hljóðfæraskipan hennar en hér með er óskað eftir þeim.