Hljómsveit Skafta Sigþórssonar (1953-56)

Hljómsveit Skafta Sigþórssonar

Tónlistarmaðurinn Skafti Sigþórsson starfrækti um miðbik sjötta áratugarins hljómsveit eða hljómsveitir því ekki virðist um samfellda sögu að ræða.

Fyrsta hljómsveit Skafta Sigþórssonar lék sumarið 1953 í Þórscafe en engar upplýsingar eru tiltækar um skipan þeirrar sveitar. Ári síðar virðist sem Tage Möller píanóleikari, Guðjón Matthíasson harmonikkuleikari, Ágúst Guðmundsson harmonikkuleikari, Lárus Jónsson trommuleikari og Skafti sem lék á fiðlu hafi skipað sveit sem lék í Ingólfscafe, og að síðustu er getið sveitar í nafni Skafta sem lék á dansleik tengdum fegurðarsamkeppni sem haldin var í Tívolíinu í Vatnsmýrinni og svo á einhverjum dansleikjum síðar sama sumar – engar upplýsingar er hins vegar að finna um meðlimi og hljóðfæraskipan þeirrar sveitar.