Tónlistarmaðurinn og kórstjórnandinn Stefán R. Gíslason á Sauðárkróki starfrækti hljómsveit í eigin nafni að minnsta kosti tvívegis fyrr á þessari öld, annars vegar í tengslum við sönglagakeppni Sæluvikunnar á Sauðárkróki árið 2009 þar sem sveit hans lék undir söng keppenda – hins vegar á tónleikum í Miðgarði haustið 2015 þar sem barnatónlist var í fyrirrúmi. Á þeim tónleikum lék Stefán líklega sjálfur á hljómborð en aðrir meðlimir sveitarinnar voru Einar Þorvaldsson gítarleikari, Margeir Friðriksson bassaleikari og Kristján Kristjánsson trommuleikari. Hljómsveitin árið 2009 var einnig skipuð þeim Stefáni og Einari en ekki liggja fyrir upplýsingar um aðra meðlimi þeirrar útgáfu sveitarinnar.
Óskað er eftir frekari upplýsingum um hljómsveitir Stefáns.














































