Hljómsveitakeppni Fjörheima [tónlistarviðburður] (2005)

Vorið 2005 var haldin Hljómsveitakeppni Fjörheima en Fjörheimar er miðlæg félagsmiðstöð fyrir alla grunnskóla í Reykjanesbæ og var keppnin hluti af dagskrá félagsmiðstöðvarinnar þann veturinn.

Þrjár hljómsveitir bitust um sigurinn í hljómsveitakeppninni, Exem, Post mortem og Prometheus en heimildum ber ekki alveg saman um hvaða sveit bar sigur úr býtum, Post mortem er annars vegar sögð vera sigurvegarinn en önnu heimild segir Exem hafa sigrað keppnina.

Óskað er eftir frekari upplýsingum um þessa keppni, fyrirkomulag hennar, verðlaun og annað.