Hljómur [3] [félagsskapur] (2005-10)

Litlar upplýsingar er að finna um harmonikkufélag á höfuðborgarsvæðinu sem gekk undir nafninu Hljómur.

Félagið var líklega sett á laggirnar haustið 2005 af harmonikkuleikaranum Karli Jónatanssyni, og stofnað formlega 2006 en formaður félagsins var Guðný Kristín Erlingsdóttir frá árinu 2007 að minnsta kosti og til 2010, svo virðist sem félagið hafi þá lognast útaf – ekki finnast upplýsingar um formann frá stofnun og til 2007.

Hljómur gerðist aðili að S.Í.H.U. (Samband íslenskra harmoniku unnenda) og stóð fyrir ýmsum harmonikkutengdum skemmtunum og uppákomum, t.a.m. í tengslum við Dag harmonikunnar og mun m.a. hafa starfað hljómsveit innan félagsins undir sama heiti.

Lítið annað liggur fyrir um þetta félag, starfsemi þess og hversu lengi það starfaði, og er því óskað eftir frekari upplýsingum um starfsemi þess.