Óskað er eftir upplýsingum um hljómsveit sem sett var saman innan harmonikkufélagsins Hljóms haustið 2008 undir sama nafni (Hljómur) en þessi sveit lék á samkomu félagsins undir stjórn Sigurðar Alfonssonar. Sveitin mun hafa verið sett saman úr minni harmonikkuhópum innan félagsins, Eldborginni, Fönix, Smáranum og Dragspilsdrottningunum – auk þess léku Guðmundur Steingrímsson trommuleikari og Carl D. Tuliníus gítarleikari með sveitinni.
Tveimur árum síðar (2010) virðist sem sveit undir sama nafni hafi leikið á skemmtun innan Harmonikufélags Reykjavíkur en engar frekari upplýsingar er að finna um þessa sveit. Ástæða þess að þessar tvær sveitir eru settar undir sömu umfjöllun er sú að bæði félögin, Hljómur og Harmonikufélag Reykjavíkur voru stofnuð af Karli Jónatanssyni og hugsanlega hafi þau haft einhvers konar samstarf um þessa hljómsveit.
Óskað er eftir frekari upplýsingum um harmonikkuhljómsveitina Hljóm.














































