
Hlunkarnir
Tríóið Hlunkarnir starfaði í fáeina mánuði vorið og sumarið 1993 og lék þá á nokkrum tónleikum á pöbbum á höfuðborgarsvæðinu með bland af frumsaminni tónlist og annarra.
Hlunkarnir komu fyrst fram á Plúsnum við Vitastíg um vorið 1993 en það voru þeir Ómar Diðriksson og Guðni B. Einarsson gítarleikarar og Pétur Pétursson bassaleikari sem skipuðu tríóið, allir virðast þeir hafa sungið en þeir Ómar og Guðni höfðu þarna nýverið komist í úrslit söngvaskáldakeppninnar Trúbadorsins.
Þeir félagar störfufðu eitthvað fram eftir sumrinu en virðast svo hafa hætt, Ómar virðist hafa verið sá eini þeirra sem hélt áfram að starfa við tónlist en hann átti eftir að starfa með fleiri hljómsveitum og gefa út plötur í eigin nafni.














































