Hlustið á mig

Hlustið á mig
(Lag / texti: erlent lag / Sigurgeir Jónsson)

Hæ, hlustið á mig la la la.
Já hlustið, la la la.

Mót freistingum kvenfólksins auðvelt ei er
að ætla að standa og gæta að sér.
Hafa þarf töluvert hugrekki til
og hugann í lagi, eða þar um bil.

Gættu þín!
Freistingarnar
fylgja konum.

Hæ, hlustið á mig…

Ef kvenmaður nær í þig voðinn er vís.
Já varastu að treysta á svo hálan ís.
Það allt gæti farið í bál eða brand,
bráðlega yrði úr því hjónaband.

Gættu þín!
Freistingarnar
fylgja konum.

[m.a. á plötunni Vilhjálmur Vilhjálmsson – Dans gleðinnar]