Högni (1977)

Óskað er eftir upplýsingum um hljómsveitina Högna sem starfaði árið 1977 einhvers staðar á austanverðu landinu, hugsanlega Austfjörðum – ekki er um að ræða sömu sveit og gekk undir nafninu Högni hrekkvísi og starfaði á Vopnafirði um sama leyti.

Hér vantar upplýsingar um meðlimi og hljóðfæraskipan, starfstíma sveitarinnar og annað sem væri við hæfi í umfjöllun um hana.