Hold er mold

Hold er mold
(Lag og texti: Gunnar L. Hjálmarsson)

Ég hef séð þig áður,
ég hef séð þig oft áður,
þú ert andlitið í speglinum.
Það eru sprungur í þér,
það eru sprungur í þér,
eins og í speglinum.
Fólk er eins og dýr,
eins og ormar í kös,
iðan iðandi,
dautt er lifandi,
hold er mold er hold.
Og sólin skín á allt,
blessuð sólin skín á allt,
lætur mig svitna og kaupa kók.
Fólk er eins og flest.

Fólk er bara flesk
og ég hef séð þetta allt áður í sjónvarpinu.

[m.a. á plötunni S.h. draumur – Goð+]