Þegar kántríhátíð var haldin í Kántrýbæ á Skagaströnd sumarið 1985 var kántrídúett auglýstur þar sem skemmtiatriði undir nafninu Holiday Foster, þar væri um að ræða tvo söngvara og hljóðfæraleikara af höfuðborgarsvæðinu og annar þeirra væri reyndar fæddur í „villta vestrinu“ í Bandaríkjunum eins og það var orðið – frekari upplýsingar er ekki að finna um dúettinn sem í umfjöllunum og auglýsingum er reyndar einnig nefndur bæði Holoday Foster og Holyday Foster.
Þegar til kom mætti Holiday Foster ekki á svæðið og féll atriði þeirra því niður á kántríhátíðinni og varð Hallbjörn Hjartarson hátíðarhaldari svekktur yfir því í blaðaviðtali.
Hér er hins vegar óskað eftir frekari upplýsingum um þennan kántrídúett.














































