Hólm 4 (1991)

Djassbræðingssveit sem bar nafnið Hólm 4 var meðal atriða á auglýstri dagskrá Rúrek djasshátíðarinnar vorið 1991 en sveitin kom þó líklega aldrei fram á hátíðinni.

Hólm 4 skipuðu þeir Ólafur Hólm trommuleikari, Stefán Hjörleifsson gístarleikari, Úlfar Haraldsson bassaleikari og Atli Örvarsson hljómborðsleikari, og munu þeir hafa æft í nokkrar vikur en svo hætt störfum.