Hljómsveit sem gekk undir nafninu Hommar var starfrækt árið 2009 en ekki liggur fyrir hversu lengi hún hafði þá verið starfandi.
Meðlimir Homma voru allir Þingeyingar sem höfðu verið í sveitum eins og Ljótu hálfvitunum, Innvortis og fleiri böndum en það voru þeir Arngrímur Arnarson trommuleikari, bræðurnir Snæbjörn og Baldur Ragnarssynir sem léku líklega á gítar og bassa (hér vantar upplýsingar um hvor lék á hvort) og svo Björgvin Sigurðsson gítarleikari, engar upplýsingar finnast um hver annaðist sönginn í þessari sveit.
Hér er giskað á að sveitin hafi hætt um haustið 2009 en þá var hljómsveitin Skálmöld stofnuð sem flestir meðlima sveitarinnar gerðu síðan garðinn frægan með.
Óskað er eftir frekari upplýsingum um þessa sveit og tónlist hennar.














































