Hóp (2013)

Hóp

Dúett úr Kópavogi sem bar nafnið Hóp var meðal þátttökusveita í Músíktilraunum sem haldnar voru í tónlistarhúsinu Hörpu vorið 2013.

Sveitin var skipuð þeim Sævari Loga Viðarssyni sem söng og lék á gítar og tambúrínu og Ólöfu Kolbrúnu Ragnarsdóttur sem annaðist gítar-, klukknaspils- og hristuleik auk þess að syngja.

Hóp komst ekki áfram í úrslit tilraunanna og ekki liggur fyrir hvort þau störfuðu áfram eftir keppnina.