Hopeless regret (2004)

Hopeless regret

Hljómsveitin Hopeless regret var meðal þátttökusveita í Músíktilraunum Tónabæjar vorið 2004 en sveitin var fimm manna skipuð meðlimum á fermingaraldri.

Meðlimir Hopeless regret voru bræðurnir Ásgeir Orri gítarleikari og Pálmi Ragnar trommuleikari Ásgeirssynir, Óskar Magnússon gítarleikari, Gunnar Már Þorleifsson söngvari og Loftur Einarsson bassaleikari. Sveitin sem sögð var leika melódískt harðkjarnarokk komst ekki í úrslit Músíktilraunanna, hún hætti fljótlega eftir Músíktilraunirnar en mun hafa sent frá sér einhvers konar demoplötu sem flokkast undir heimabrugg – litlar sem engar upplýsingar er þó að finna um þá afurð.

Þess má geta að þeir bræður Ásgeir Orri og Pálmi Ragnar voru síðar í Stop Wait Go.

Efni á plötum