Hörður Atli Andrésson (1958-)

Hörður Andrésson

Hörðu Atli Andrésson fyrrverandi sjómaður (fæddur 1958) sendi árið 2009 frá sér sólóplötu með níu lögum, sem bar heitið Partýlögin hans pabba. Á plötunni er að finna lög sem eru að öllum líkindum eftir Hörð sjálfan en ljóðin koma úr ýmsum áttum, Hörður á þar sjálfur einn texta sem og faðir hans Andrés Magnússon. Platan var hljóðrituð í Upptökuheimili Geimsteins í Keflavík af Björgvini Ívari Baldurssyni, og á henni leika nokkrir aukahljóðfæraleikarar auk Björgvins en Hörður annast sjálfur söng (og kassagítarleik).

Litlar upplýsingar er að finna um Hörð Atla Andrésson og tónlistarferil hans og er því óskað eftir frekari upplýsingum.

Efni á plötum