
Hot Spring Landmannalaugar
Hot spring safnplötuserían var samstarfsverkefni útgáfufyrirtækisins Senu, Icelandair og tónlistar.is og var viðleitni þeirra til að koma nýrri og nýlegri íslenskri tónlist á framfæri til erlendra ferðamanna því auk þess sem plötur seríunnar voru seldar í almennum plötuverslunum voru þær einnig á boðstólum í flugvélum Icelandair.
Fyrsta platan kom út árið 2010 og bar einfaldlega heitið Hot spring en á henni var að finna lög m.a. Diktu, For a minor reflection, Jóni Jónssyni Dísu og Feldberg, og í kjölfarið komu út fleiri plötur í seríunni sem allar hlutu nöfn sem skírskotuðu til íslenskrar náttúru með Hot spring sem aðaltitil, þetta voru plöturnar Landmannalaugar, Askja, Kerið og Gunnuhver. Síðasta platan kom út árið 2016 en þá voru geisladiskar á útleið og plötuútgáfa óðum að færast yfir á netið og tónlistarveiturnar.














































