Hr. Möller Hr. Möller var harðkjarnasveit úr Kópavogi sem starfaði líklega á árunum 2004 til 2006 en var mest áberandi á vormánuðum 2005 þegar sveitin lék víða s.s. á snjóbrettaballi í Sjallanum á Akureyri, og á Grandrokk og Hellinum sunnan heiða svo dæmi séu nefnd.
Engar frekari upplýsingar er hins vegar að finna um þessa sveit, meðlimi hennar og hljóðfæraskipan auk starfstíma, og er því hér með óskað eftir slíkum upplýsingum.














































