Upplýsingar eru afar takmarkaðar um harðkjarnasveit sem bar nafnið Hryggjandi sannleikur en hún var starfandi árið 2004 að minnsta kosti og lék þá á nokkrum tónleikum með hljómsveitum úr sama geira, sveitin lék þá m.a. á félagsmiðstöðvartónleikum um vorið sem um leið voru útgáfutónleikar sveitarinnar því hún sendi frá sér tólf laga skífu um það leyti – engar frekari upplýsingar finnast um þá skífu. Þá lék Hryggjandi sannleikur einnig á nokkrum tónleikum um sumarið og haustið 2004 þar sem þeir félagar hituðu m.a. upp fyrir I adapt, en sveitin gæti hugsanlega hafa verið starfandi mun lengur.
Meðlimir sveitarinnar eru í heimild sagðir vera þeir Arnar [?] bassaleikari og söngvari, Sindri [?] trommuleikari og Ómar [?] gítarleikari en frekari upplýsingar er ekki að finna um þessa sveit og er því hér með óskað eftir þeim.














































