Hljómsveit sem bar nafnið Hrynsveitin starfaði innan Fjölmenntar, símenntunar- og þekkingarmiðstöðvar fyrir fatlað fólk á árunum 2003 til 2008 að minnsta kosti – hugsanlega lengur. Sveitin kom fram á árlegum vortónleikum sem Fjölmennt stóð fyrir í Salnum í Kópavogi í samstarfi við List án landamæra á þeim árum ásamt fleiri tónlistaratriðum, eitt árið lék sveitin rúmbu og rokk, annað árið blús o.s.frv.
Ekki er að finna neinar frekari upplýsingar um Hrynsveitina, meðlimi hennar eða hljóðfæraskipan og er því óskað eftir slíkum upplýsingum hér með.














































