Húgó (2004)

Húgó

Hljómsveitin Húgó kom frá Kleppsjárnsreykjum í Borgarfirði og var meðal keppnissveita í Músíktilraunum vorið 2004. Ekki liggur fyrir hversu lengi hún hafði þá starfað eða hversu lengi hún starfaði eftir tilraunirnar en þar var sveitin skipuð þeim Helga Eyleifi Þorvaldssyni trommuleikara, Ásmundi Svavari Sigurðssyni bassaleikara, Þorvaldi Inga Árnasyni gítarleikara og Atla Má Björnssyni hljómborðsleikara og söngvara.

Húgó komst ekki áfram í úrslit Músíktilrauna en tæknivandamál settu svip sinn á þátttöku sveitarinnar þar og þurftu þeir félagar að sleppa hljómborðinu.