Um verslunarmannahelgina 1991 var haldin hljómsveitakeppni í tengslum við útihátíðina við Húnaver og meðal þátttökusveita í þeirri keppni var hljómsveit sem bar heitið Hugrakka brauðristin.
Engin frekari deili er að finna um þessa tilteknu sveit en hún gæti hafa átt skyldleika með hljómsveit sem starfaði löngu síðar undir nafninu Hugrakka brauðristin Max en gekk upphaflega undir nafninu Max og starfaði um þetta leyti á Siglufirði – skýringin á þessu einkennilega hljómsveitanafni var líklega rekja til teiknimyndar sem sýnd var í Háskólabíóið árið 1990 og hlaut þetta íslenska heiti (e. The brave little toaster) en sveitirnar tvær hafa að líkindum sótt nafn sitt þangað.
Óskað er eftir frekari upplýsingum um hljómsveitina Hugrökku brauðristina.














































