Hugrof (2005-08)

Hugrof

Hiphop-sveitin Hugrof starfaði um nokkurra ára skeið á fyrsta áratug aldarinnar, líklega á árunum 2005 til 2008.

Litlar upplýsingar er að finna um Hugrof en að öllum líkindum var um tríó að ræða skipað Davíð Tómasi Tómassyni (Dabba T), Gauta Þey Mássyni (Emmsjé Gauta) og Ástþóri Óðni Ólafssyni en einnig gæti Jóhann Dagur Þorleifsson (Ofvirkni) hafa verið í sveitinni um tíma að minnsta kosti.

Hugrof gaf út eina plötu samnefnda sveitinni haustið 2006 en upplýsingar um hana eru af skornum skammti, einnig átti sveitin efni á safnplötunni Lifandi orð, sem kom út 2007.

Óskað er eftir frekari upplýsingum um þessa sveit.

Efni á plötum