
Hugsun
Hljómsveit sem bar nafnið Hugsun var meðal þátttökusveita í Músíktilraunum vorið 2004.
Hugsun var tríó ættað úr Vesturbænum og var skipað Atla Jónassyni trommuleikara og söngvara, Vésteini Kára Árnasyni bassaleikara og Þresti Ólafssyni gítarleikara. Sveitin komst ekki áfram í úrslit Músíktilraunanna og ekki finnast upplýsingar um hversu lengi hún starfaði eftir það.














































