Huld (2009)

Huld

Hljómsveitin Huld starfaði árið 2009 og sendi það sama ár frá sér breiðskífuna Skammdegisóður, sveitin lék eins konar kántrískotið þjóðlagapopp.

Huld kom fram á sjónarsviðið um haustið 2009 en ellefu laga plata sveitarinnar, Skammdegisóður kom þá út og hafði að geyma lög eftir Ásgeir Ásgeirsson gítarleikara hennar en textarnir komu úr ýmsum áttum – flestir eftir Einar Má Guðmundsson. Aðrir meðlimir sveitarinnar voru þau Guðlaug Dröfn Ólafsdóttir söngkona, Erik Qvick trommuleikari og Þorgrímur Jónsson bassaleikari.

Sveitin lék í nokkur skipti í kringum útgáfu plötunnar en svo virðist sem hún hafi einvörðungu verið stofnuð utan um útgáfu hennar en hvarf við svo búið, platan hlaut þokkalega dóma í Morgunblaðinu.

Efni á plötum