
Humar Linduson Eldjárn
Humar Linduson Eldjárn er fígúra sem grínistinn Ari Eldjárn skóp en um er að ræða talandi humar sem að öllum líkindum er einnig lesblindur.
Stofnuð var Facebook síða utan um Humar snemma árs 2010 og naut hún þegar mikilla vinsælda en þar birtust reglulega myndir og færslur frá honum. Í ágúst 2012 þegar vinafjöldinn á Facebook var kominn upp í 5000 manns hélt Humar þriggja tíma þakkarræðu þar sem hann las upp alla vini sína, það sama haust sendi hann svo frá sér plötu sem bar titilinn Hvílíg plada firi Humar! en á henni er að finna grín- og tónlistaratriði.
Næstu árin á eftir var Humar Linduson töluvert áberandi í umræðunni og tók hann m.a. þátt í Mottumars átakinu og safnaði fé fyrir Krabbameinsfélagið en lítið hefur heyrst frá honum síðustu árin.














































