Hún söng dirrindí

Hún söng dirrindí
(Lag / texti: erlent lag / Jónas Árnason)

Með krús í hendi ég sat eitt sinn;
þá settist lóa við gluggann minn.
Í hennar augum var háð og spott
og á hennar nefi var lóuglott.

Viðlag
Hún söng dirrindí,
dirrindirrindí,
bara dirrindí,
dirrindirrindí.
En þótt hún syngi bara dirrindí
fannst mér vera þónokkurt vit í því.

Hún sagði að heimsins um víðan veg
ekki væri til maður eins og ég
sem ár og síð lægi leti í
svo að líkast til á ég met í því.

Viðlag

Já, allt til foráttu fann hún mér
og ég fékk hjá henni þann karakter
ég væri aldeilis auðnulaus
og alveg sérstakur þöngulhaus.

Viðlag

Hún sagði að ég skyldi skammast mín
og að skyndikonur og brennivín
með stundargaman og dufl og dans
mundu draga mig beint til andskotans.

Viðlag

[af plötunni Papar og gestir – Riggarobb]