HuXun (2004-07)

HuXun

Marlon Pollock vann um tíma tónlist undir nafninu HuXun fyrr á þessari öld, og kom nokkrum sinnum fram á tónleikum undir því nafni auk þess að gefa út efni sem skilgreint var sem rafkennd hip hop tónlist.

HuXun var einn þeirra sem hitaði upp fyrir 50 cent og G-unit í Laugardalshöll sumarið 2004 en hann var um sama leyti hluti af hip hop tvíeykjunum Hinir og Anonymous. Huxun kom einnig fram á tónleikum á Menningarnótt sumarið 2005 en eftir það bjó hann um tíma í London þar sem hann reyndi að koma tónlist sinni og myndlist á framfæri.

Þegar hann kom heim 2006 komu út af því er virðist tvær plötur í hans nafni, annars vegar Apocaliptik magik child og hins vegar Apocalyptic lullabys – einnig gæti verið að um sömu plötu sé að ræða. HuXun var eitt fjölmargra atriða sem komu fram á tónlistarhátíðinni Bright nights í Árnesi um sumarið 2006 en virðist ekki hafa komið fram á tónleikum eftir það, hann kom hins vegar við sögu á plötu Poetrix árið 2007 og líklega einnig á fleiri plötum.

Efni á plötum