Hvanneyrarkvartettinn [1] (1955-56)

Hvanneyrarkvartettinn ásamt Ólafi Guðmundssyni

Söngkvartett starfaði við Bændaskólann á Hvanneyri veturinn 1955-56 undir stjórn Ólafs Guðmundssonar kennara við skólann, sem jafnframt var undirleikari hans – kvartett þessi bar einfaldlega nafnið Hvanneyrarkvartettinn og má vel vera að hann hafi starfað lengur en þennan eina vetur.

Meðlimir Hvanneyrarkvartettsins voru þeir Hrafnkell Björgvinsson, Gísli Ellertsson, Halldór Þorgils Þórðarson og Ólafur S. Steingrímsson. Kvartettinn söng við ýmis tækifæri innan félagslífs skólans, s.s. á árshátíð og öðrum skemmtunum.