
Hverafuglar
Kammersveitin Hverafuglar var sett saman vorið 1991 til að fara í tónleikaferð um Bandaríkin og Kanada og flytja þar íslensk og erlend verk. Sveitin hlaut nafn sitt af samnefndu verki eftir Þorkel Sigurbjörnsson sem hann hafði samið árið 1984 en hópurinn hafði það á tónleikaskrá sinni ytra, Hverafuglar fluttu verkið einnig á fáeinum tónleikum sem hópurinn hélt hér heima s.s. á listahátíð í Garðabæ þetta sama vor.
Meðlimir Hverafuglar voru þeir Kolbeinn Bjarnason flautuleikari, Daníel Þorsteinsson píanóleikari, Pétur Jónasson gítarleikari og Sigurður Halldórsson sellóleikari.














































