Hýjaglýjur og hýjalín (1983)

Hljómsveit með það undarlega nafn Hýjaglýjur & hýjalín starfaði haustið 1983 og lék þá á tónleikum sem haldnir voru í Flensborgarskóla í Hafnarfirði ásamt fleiri hljómsveitum – af því má álykta að sveitin hafi verið úr Firðinum og líklega starfað innan veggja skólans. Og hvað nafn sveitarinnar varðar, þá er ekki ólíklegt að einhver ruglingur hafi átt sér stað í kringum það, t.d. gæti sveitin hafa borið nafnið Híeróglýfur & hýjalín eða eitthvað slíkt.

Engar frekari upplýsingar er hins vegar að finna um þessa hljómsveit og er því óskað eftir þeim, s.s. um meðlimi hennar og hljóðfæraskipan, starfstíma og annað.