Hyrrokkin (2011)

Óskað er eftir upplýsingum um hljómsveit sem bar heitið Hyrrokkin en hún kom fram í off venue dagskrá Iceland Airwaves haustið 2011.

Nafn sveitarinnar er sótt í norrænu goðafræðina og því er giskað á að tónlist hennar hafi verið í rokkaðri kantinum en annað liggur ekki fyrir um þessa sveit, hverjir skipuðu hana eða hver hljóðfæraskipan hennar var – og er því óskað eftir þeim upplýsingum.