Í ýtu

Í ýtu
(Lag og texti: Gunnar Örn Jónsson og Hafþór Ólafsson)

Hann situr í ýtunni einn
afbragðsdrengur ekki hreinn,
hann vildi helst jú vera í sturtu,
væta sig allan, þvo skítinn í burtu.

Hann óskar með heilanum sér
að hann væri barasta ber
og fráleitt finndist honum það skaði
þó flötum beinum hann sæti í baði.

Og svitinn hann sest á gler
svo eyminginn ekkert sér,
hann ýtir lengi og ýtir vel,
ýtir með plastskóflu og lítilli skel.

Það er eins og einhver lykt
umljúki‘ hann og hvolfið er þykkt,
óhreinindin þau eru vart undir pundi,
hann ákallar herrann, lof mér vera í sundi.

Hann var ýtinn sem barn og er
og eflaust gæti‘ hann ýtt þér
út í nótt þegar niðdimm er þoka,
að nálgast hann og lána‘ honum þvottapoka.

[af plötunni Súkkat – Fjap]