Júnínótt

Júnínótt
(Lag / texti: Óðinn G. Þórarinsson / Hjörtur Þórarinsson)

Það er kominn vorblær
Veðrið svo hlýtt,
náttúran er vöknuð
allt verður nýtt.
Það er komið sumar
sumar og sól,
það er komið sumar
grænkandi ból.

Sjáið litlu lömbin
léttfætt á hól,
enn er sól á lofti
norður við Pól.
Allir gleði fagna
farfugla söng,
unaðstónar fylla
laufskógagöng.
Náttúrunnar hjartsláttur
náttúrunnar kraftaverk,
náttúrunnar sigur, eilíft kraftaverk.

[m.a. á plötunni Danshljómsveit Friðjóns Jóhannssonar – Þá og nú: Lög Óðins G. Þórarinssonar]