Kjötbrúðan

Kjötbrúðan
(Lag og texti: Gunnar L. Hjálmarsson)

Hún var ein í húsinu,
postulínsstytturnar glottu,
uppstoppaði fuglinn söng,
kjötbrúðan skreið gegnum stofuna.

Hún var ein í húsinu,
þeir grófu garðinn sundur,
morð var framið í þvottahúsinu,
kjötbrúðan skreið gegnum stofuna.

Hún var ein í húsinu (hosiló).
Ekki kalla mig brúðu – Kjötbrúðu!
Ég er svo einmana – Blóð! Blóð! Blóð!
Maður skaut mig í magann,
ég er ein, þið eruð þrír – Blóð! Blóð! Blóð!
Tungið var fullt fyrir þrem dögum,
ég er ein, þið eruð þrír – Blóð! Blóð! Blóð!

Hún var ein í húsinu,
svörtu stígvélin hrundu niður,
miðillinn í stólnum skar sig,
kjötbrúðan skreið gegnum stofuna.

Komdu í skóginn.
Komdu í skóginn,
vertu með,
vertu ekki hræddur
við skóginn í sjálfum þér
og hver er svo dauður?

[m.a. á plötunni S.h. draumur – Goð+]