Kominn heim

Kominn heim
(Lag / texti: Óðinn G. Þórarinsson / Stefán Bragason)

Einn í kvöldblíðunni horfi út á hafið,
þar sem hæglát aldan vaggar litlum bát.
Og í sólarloga allt hér virðist vafið,
vorsins nýt og andann dreg með gát.

Kominn heim loks eftir ótal ár
og af gleði í sandinn felli tár,
lít hér þá dýrð sem ætíð vissi að var.
Áður bjó ég hér við fagran fjörð,
undi frjáls í sátt við móður jörð,
en þó mig útþrá burtu bar.

Hér á sumarkveldi ferðalúinn fagna
og ég finn nú titra í brjósti mínu streng.
Fyrstu kvöldskuggarnir minningarnar magna,
morgunn lífsins birtist gömlum dreng.

[m.a. á plötunni Danshljómsveit Friðjóns Jóhannssonar ásamt fjölda góðra gesta – 44 íslensk alþýðu dans- og dægurlög]