Krummi á staur

Krummi á staur
(Lag / texti: Ragnheiður Eiríksson / Gunnar L. Hjálmarsson)

La la la la la la la…
Enn einn morgun
veginn arka,
blautur kuldi næðir merg og bein.
Úlpupökkuð
á baki taska,
flýti mér, má ekki verða of sein.

Þá heyrist krúnkað hátt í svarta myrkrinu,
það er hann krummi kallinn minn
upp á ljósastaur að hlæja að lífinu
sem mannfólkið er að strita við.

La la la la la la la…
Kæri krummi,
viltu skipta?
Má ég sitja upp á staurnum glöð?
Þú í skólann
ferð í staðinn,
lærir reikning, skrifar stafi á blöð.

Hann krúnkar kátt hann krummi í svarta myrkrinu,
blakar vængjum, hefur sig á loft,
hann hlær og svífur burt, mér heyrist hann segja:
Ég þakka, en ég vil ei skipta.

La la la la la la la…
Enn einn morgun…

[af plötunni Dr. Gunni og vinir hans – Alheimurinn]