Kveðjustund
(Lag og texti: Haukur Ingibergsson)
Ég veit þú gafst mér alla þína ást,
ég gaf þér allt er átti ég í staðinn.
Við munum kannski aldrei aftur sjást
því nú ertu komin til að kveðja,
nú ertu komin til að kveðja.
Er komst þú inn í líf mitt ástin mín,
var dimmt og kalt í mínu dapra hjarta.
Þú varst mín eina vona og draumasýn
en nú ertu komin til að kveðja,
nú ertu komin til að kveðja.
Ég hef aldrei áður elskað nokkurn eins og þig,
ég hef aldrei áður gefið svona af sjálfum mér,
ég hef aldrei áður upplifað
svona mikla sælu, svona mikla ást.
Svo líður bjartir dagar, nóttin dimm,
og lífið áfram hélt af gömlum vana.
Þú varst alltaf besti vinur minn
þar til þú komst til að kveðja,
þar til þú komst til að kveðja.
Ég hef aldrei…
Nú ertu farin frá mér út í heim,
ég veit ekki hvort við sjáumst aftur.
Það tengir okkur aðeins minning ein
um ást sem var sú allra besta,
um ást sem var sú allra besta.
Ég hef aldrei…
[m.a. á plötunni Upplyfting – Kveðjustund]














































