Kveðjustundin
(Lag / texti: Þorvaldur Friðriksson / Kristján Ingólfsson)
Nú komin er kveðjustund okkar
og kossinn ég síðasta fæ.
En minningin merlar og lokkar,
sú minning fer aldrei á glæ.
Innst í hjarta sem gull ég þig geymi
þú ert glóbjarta drottningin mín.
Þó árin til eilífðar streymi
fer aldrei burt myndin þín.
[m.a. á plötunni Danshljómsveit Friðjóns Jóhannssonar ásamt fjölda góðra gesta – 44 íslensk alþýðu dans- og dægurlög]














































