Kvöld við Selfljót

Kvöld við Selfljót
(Lag / texti: Óðinn G. Þórarinsson / Stefán Bragason)

Í heiðríkju‘ á síðkvöldi sat ég við á,
Þar silungur vakti í hyl.
Og allar þær dásemdir auga mitt sá,
Þá andrá mér fannst ég vart til.Það lognværa kvöld
átti lífsþráin völd
og lund mín var auðmjúk og hrein.
Er miðnætur sól, lýsti móa og hól
og mjúkt bærðist gára við stein.

Oft sælt er að upplifa sumarkvöld löng
og sálina næra um stund.
Er feilnótur koma í fuglanna söng
og festir sjálf náttúran blund.
Þau lognværu kvöld
á sjálf lífsþráin völd
og lundin er auðmjúk og hrein.
Er miðnætur sól, lýsir móa og hól
og mjúk bærist gára við stein.

[m.a. á plötunni Danshljómsveit Friðjóns Jóhannssonar – Austfirskir staksteinar III]