Lífið

Lífið
(Lag / texti: Vignir Snær Vigfússon / Birgitta Haukdal)

Lífið
löngu búið fyrir mér og allt
er svart.
Lífið
hefur ekkert handa mér að sjá
og fá.

Komdu,
leyfðu mér að sýna þér.
Komdu,
fylgdu mér.
Ég mun opna augun þín,
þú munt sjá.

Áður
gat ég farið út og fundið gleðina
hjá mér.
Áður virtist allt svo auðvelt.
Lífið við mig lék.

Komdu,
leyfðu mér að sýna þér.
Komdu,
fylgdu mér.
Ég mun opna augun þín,
þú munt sjá.

Sjáðu.
Ég mun sanna fyrir þér.
Sólin fylgir þér.
Sjáðu
hvað lífið gefið hefur þér.
Sjáðu,
gullið hér.

Komdu,
leyfðu mér að sýna þér.
Komdu,
fylgdu mér.
Ég mun opna augun þín,
þú munt sjá.

[m.a. á plötunni Írafár – Írafár]