Lífsganga

Lífsganga
(Lag / texti: Daníel Friðjónsson / Sigríður Sigurðardóttir)

Er við hittumst fyrst svo ung og óreynd vorum þá,
ótrauð þá litum fram á lífsins veg.
Framtíð okkar beið svo full af von og full af þrá,
við fundum ást,
við áttum trú,
og vildum vera saman.

Svo lögðum við sigurviss út á lífsins braut,
stigum fyrstu sporin hönd í hönd.
Örugg um að ástin ynni hverja þraut,
við höfðum von og trú
og vildum vera saman.

Þó brautin okkar reyndist ekki alltaf bein og greið,
birti ávallt upp þó syrti að.
Lífsgönguna saman þreytum, ávallt finnum leið,
við eigum ást,
við eigum trú,
og viljum vera saman.

Lítum nú saman yfir lífsins veg,
lært við höfum af því sem miður fór.Brosum mót birtu dagsins, þú og ég,
enn eigum okkar ást
og viljum vera saman.

[m.a. á plötunni Danshljómsveit Friðjóns Jóhannssonar – Austfirskir staksteinar II]