Ljúft að vera til (Þjóðhátíðarlag 2014)
(Lag og texti: Jón Ragnar Jónsson)
Í Herjólfsdalnum við lífsins njótum,
það er svo ljúft að vera til.
Vináttuörvum allt í kring skjótum,
samveran veitir birtu og yl.
Hér er hamingja, ást og gleði.
Stemmingin í Dalnum er svo blíð.
Forréttindi að vera með í
veisluhöldunum á þjóðhátíð.
Eyja meyja og peyja,
lof mér að segja
ó hve ljúft það er að vera til.
Eyja meyja og peyja,
lof mér að segja
ó hve ljúft það er að vera til.
Í bleikri brekkunni við syngjum saman,
svo ljúft að vera þér við hlið.
Í þínum örmum svo hlýtt, svo gaman,
vor bjarta framtíð blasir við.
Hér er hamingja ást og gleði.
Stemmingin í Dalnum er svo blíð.
Forréttindi að vera með í
veisluhöldunum á þjóðhátíð.
Eyja meyja og peyja,
lof mér að segja
ó hve ljúft það er að vera til.
Eyja meyja og peyja,
lof mér að segja
ó hve ljúft það er að vera til.
sóló
Eyja meyja og peyja,
lof mér að segja
ó hve ljúft það er að vera til.
Eyja meyja og peyja,
lof mér að segja
ó hve ljúft það er að vera.
Eyja meyja og peyja,
lof mér að segja
ó hve ljúft það er að vera til.
Eyja meyja og peyja,
lof mér að segja
ó hve ljúft það er að vera til.
Ó hve ljúft það er að hafa þig,
ó hve ljúft það er að vera á þjóðhátíð.
[m.a. á plötunni Jón Jónsson – Heim]














































