Lögreglumars nr. 1

Lögreglumars nr. 1
(Lag / texti: Jón Múli Árnason / Jónas Árnason)

Vér erum lögreglulið
og vor lund er bæði köld og hörð;
því að vér berjumst blákaldir við
ýmsan bófalýð
ár og síð.
Og slaginn göngum vér grimmir í
er geysa fyllirí.
Og alla lausung hötum vér heitt
og vér hýðum
oft á tíðum
krakka sem eru úti að
flakka
of seint.

Vér berjumst böllunum á
eins og berserkir í fornsögum.
Og þó að máski missum vér þá
vora meðvitund
stund og stund
vér sprækir sprettum samt upp á ný
og spönum slaginn í.
Og fyrir vaskleg vinnubrögð vor
eru veislugestir
flestir
dregnir í Steininn eða
slegnir
í rot.

Vor hönd er sikker og sjúr
og vér sýnum jafnan stillingu.
Og þótt vér kippum einhverjum úr
sínum axlarlið
við og við
vér kippum flestum samt óðar í
sinn axlarlið á ný.
Og þó að högg vor
harðskeytt og
snögg
geri hausa
rænulausa
rakna þeir oftast við og
vakna
til lífs.

[m.a. á plötunni Fjórtán Fóstbræður – Þrettán sígildar söngvasyrpur]